Markviss málörvun

66 2K Inngangsorðið Leiðbeiningar Börnin raða sér upp fyrir framan stofuna eftir frímínútur eða í upphafi skóladags. Kennarinn segir þeim að þau verði að segja inngangsorð til þess að fá að fara inn í stofu. Inngangsorðið er orð sem rímar við orðið sem kennarinn gefur þeim munnlega eða á mynd. Til athugunar Öll orð og orðleysur eru tekin gild svo framarlega sem þau ríma við orð kennarans. Hjálpargögn Myndir af rímorðum ef vill. Sjá Rímmyndasafnið 2 U. Sjá einnig leiki 2 H og 2 S. Tilbrigði 1. Kennari afhendir hverju barni mynd af hlut sem rímar við orð hans. 2. Kennari afhendir hverju barni mynd af hlut sem það finnur rímorð við. 3. Farið er í leikinn þegar þau eru að fara út úr stofunni, í kveðjuskyni í lok tíma eða dags. 4. Inngangsorðið má nota í öllum leikjaflokkunum sex: Fyrirmæli, rím, setningar og orð, samstöfur, forhljóð og hljóð. Við þessar aðstæður er auðvelt að nota gátlista og merkja við til þess að sjá svart á hvítu hver staða hvers barns er (nokkurs konar einstaklingskönnun). 2K

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=