Markviss málörvun
65 2J Póstleikur I Leiðbeiningar Áður en leikurinn hefst þurfa börnin að læra sönginn sem fer hér á eftir. Póstur inn (bréfberinn) er valinn með úrtalningarþulu. Hann fær samanbrotinn miða (bréf) sem á er mynd (og/eða orð) sem ríma á við, hjá kennaranum. Hin börnin standa í hring og haldast í hendur. Börnin syngja: Brátt kemur pósturinn, blæs hann í lúðurinn, hátt bæði og snjallt. Pósturinn þræðir sig í gegnum hringinn eins og í Inn og út um gluggann. Pósturinn réttir barninu, sem hann stóð á bak við þegar lagið var búið, bréfið. Það opnar bréfið og les hvað í því stendur. Börnin finna eins mörg orð og þau geta sem ríma við orðið. Næsti póstur (bréfberi) er barnið sem fékk bréfið. Hjálpargögn Nokkur bréf með rímmynd og/eða rímorði. Tilbrigði Börnin sitja í sætunum sínum við borðin og grúfa sig. Enginn má kíkja. Þau syngja sönginn. Pósturinn læðist um stofuna og leggur bréfið á bak við eitt barnið. Þegar lagið er búið athuga börnin hvort þau hafi fengið bréf. Það barnanna sem fékk bréfið les það fyrir hin og þau leysa verkefnið saman. 2J
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=