Markviss málörvun
64 2I Risarímbók Leiðbeiningar Kennarinn hefur teiknað og skrifað vísu með stórum stöfum á flettitöfluna. Þá geta börnin stuðst við myndirnar og séð tilheyrandi rím í stóru formi. Börnin sitja þannig að þau sjá öll á bókina, flettitöfluna (eða glæruna). Rímið er gert sérlega áberandi og athygli barnanna vakin á því að aðeins fyrsta hljóðið/stafurinn í ríminu er öðruvísi, hin eru eins. Hjálpargögn Bók úr A 2 blöðum (flettitafla eða glæra /myndvarpi). Í vísnabókum má finna margar hentugar vísur og myndir. Einnig mætti nota vísur eftir börnin sjálf (sjá næsta leik hér á undan). Til athugunar Þessi leikur tengir vel ritmál og talmál og gerir rímið sýnilegt og hlutbundið. Dæmi um leik Kennarinn: Sýnir börnunum mynd sem hann hefur gert af regnbog anum í Risarímbókina og les með þeim textann: Hver er sá veggur víður og h- ár , vænum settur r- öndum , rauður, gulur, grænn og bl- ár gerður af meistara h- öndum . Börnin: Lesa vísuna með kennaranum, skoða rímið og leysa gátuna. Þennan leik mætti endurtaka annað slagið og safna vísum í bókina. 2I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=