Markviss málörvun
62 2H Rímað við mynd Leiðbeiningar Börnin fá mynd með sér heim. Foreldrarnir hjálpa þeim að finna hlut sem rímar við myndina. Þau koma með myndina og hlutinn í skólann og stilla þeim upp til sýnis. Þegar öll börnin eru búin að koma með rímhlut í skólann er rímið skoðað og æft með jöfnu millibili. Gjarnan má skrifa rímið á töflu til að tengja það ritmálinu. Til athugunar Í leiknum felst: Að muna að taka með sér hlut að heiman. Að fá pabba og mömmu til að taka þátt í leiknum. Að tengja talmál og ritmál. Hjálpargögn Myndir sem auðvelt er að finna rímhlut við, sjá hugmyndir hér á eftir: nál – skál, mús – hús, lús – krús, ás – lás, rós – dós, lúða – brúða, jakki – pakki, kápa – sápa, kokkur – sokkur, fingur – hringur, peningur – teningur, fíll – bíll, taska – flaska, fiskur – diskur, máni – fáni, búr – úr, sól – ól, riddari – yddari. (Sjá einnig Rímmyndasafnið 2 U). Dæmi um leik 1. Sýning undirbúin Barn: Sýnir kennaranum myndina sína og hlutinn, til dæmis: Búr (mynd) – úr (hlutur). Kennarinn: Ræðir við barnið um rímið búr – úr og hvernig gekk að finna það, síðan eru myndin og úrið hengd upp til sýnis á korktöfluna. Rímorðapör allra barnanna eru hengd upp eða þeim stillt upp. 2. Þegar öll börnin eru búin að koma með rímhluti í skólann. Kennarinn: Stendur við sýninguna og bendir á rímorðapar: Hver skyldi eiga þetta rím? Barn: Þetta er rímið mitt, þetta er búr – úr. Börnin: Endurtaka hátt í kór: Búr – úr. Rímorðapör allra barnanna eru skoðuð og rædd. 2H
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=