Markviss málörvun

60 2F Flækjumamma Leiðbeiningar Börnin þurfa að læra tvær vísur áður en leikurinn getur hafist. Eitt til þrjú börn eru valin með runu til að vera flækjumamma. Eitt til þrjú börn eru valin til að vera flækjumeistarar. Flækjan er búin til á þennan hátt: Börnin standa í hring og leiðast (ef hringurinn er hafður opinn á einum stað gerir það leikinn auðveldari). Þau eiga að vefja sig hvert um annað án þess að sleppa höndunum. Flækjumeistararnir stjórna flækjuverkinu. Þeir láta börnin fara undir eða yfir handleggi hvert annars, krjúpa, snúa sér o.s.frv. Látið ein­ falda flækju nægja í byrjun. Flækjumamma fer fram á meðan flækjan er búin til. Þegar flækjan er tilbúin er kallað á flækjumömmu sem á að reyna að leysa hana. Börnin: Flækjumamma, flækjumamma, þú mátt ekki okkur skamma. Komdu og leystu þennan hnút og hleyptu okkur út. Flækjumamma: Kemur inn og leysir flækjuna. Börnin öll í kór: Flækjumamma, flækjumamma, þú vildir ekki okkur skamma. Þú komst og leystir þennan hnút og hleyptir okkur út. 2F

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=