Markviss málörvun

59 2E Rím og hreyfing Leiðbeiningar Mörgum börnum þykir gaman að gera ýmsar hreyfingar í takt um leið og farið er með runu. Kennarinn raðar börnunum tveim og tveim saman, til dæmis með talningu. Börnin þurfa að kunna rununa áður en þeim er kennt klappið. A (einföld hreyfing): 1. Úen (klappa saman lófunum) 2. dúen (klappa með báðum lófum í báða lófa á félaganum, annað hvort beint fram eða í kross) 1. dín (klappa saman lófum) Þannig er klappað og haldið takti alla vísuna í gegn. B (flóknara): 1. Úen (klappa saman lófunum) 2. dúen (klappa hægri lófum saman) 1. dín (klappa saman lófunum) 3. mamma (klappa vinstri lófum saman) 1. fútter (klappa saman lófunum) 4. fín (klappa á báða lófa félagans 1. fútter (klappa saman lófunum) 5. fín (krossleggja hendur á brjóst) 1. mamma (klappa saman lófunum) 6. dín (klappa á lærin á sér) 1. úen dúen dín (klappa þrisvar saman lófunum). Nikki nikki nambó 1. Börnin kinka kolli hvort til annars. nó se rambó 2. Hrista höfuðið. para para poskí 3. Klappa saman lófunum, síðan hægri lófum saman og svo vinstri. para para pó 4. Klappa saman lófunum og svo beint yfir á lófa félagans með báðum og klappa saman sínum. nikki nam 5. Handaband með hægri. nikki núm 6. Handaband með vinstri. para para poskí. 7. Klappa saman sínum lófum og svo beint á lófa félagans með báðum. (Tvítekið). 2E

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=