Markviss málörvun

58 2D Klappvélin Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Um leið og farið er með vísu eða þulu og hún lærð, má klappa taktinn. Hægt er að klappa hann á ýmsa vegu til dæmis klappa saman lófunum, klappa sér á lær, klappa sér á brjóst, klappa í gólfið. Hægt er að velja eitt klapp eða setja saman fleiri klöpp. Dæmi 1: klappa saman lófum, klappa sér á lær. Dæmi 2: klappa saman lófum, klappa sér á lær, klappa saman lófum, klappa sér á brjóst. Þegar allir eru farnir að klappa í takt er klappvélin komin í gang og hægt að byrja á vísunni. Dæmi Kennarinn: Byrjar að klappa taktinn. Börnin: Reyna að finna taktinn og fara að klappa með. Þegar allir eru farnir að klappa í takt er klappvélin komin í gang. Kennarinn: Fer með fyrstu hendinguna í vísunni í takt við klappvélina. Börnin: Endurtaka hana í kór (með stuðningi kennarans). Kennarinn: Fer með næstu hendingu í takt við klappvélina o.s.frv. 2D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=