Markviss málörvun

56 Fögur er kvöldsólin, heið og hrein, lata kisa liggur á stein: „Ég drap eina mús, lapti rjóma úr krús, steiktri stirtlu og sporði stal ég undir borði. Ég er svo sæl og sveitt, södd og löt og þreytt,“ segir kisa. Græn eru laufin og grasið sem grær. Glóðin er rauð og eldurinn skær. Fífill og sóley eru fagurgul að sjá. Fjöllin og vötnin og loftin eru blá. Hvítur er svanur sem syndir á tjörn. Svartur er hann krummi og öll hans börn. Hvað kanntu að vinna, baggalútur minn? Þráðarkorn að spinna og elta lítið skinn, kveikja ljós og sópa hús, bera inn ask og fulla krús og fara fram í eldhús. Við skulum róa rambinn, rétt út á kambinn, sækja okkur fiskinn, færa hann upp á diskinn. Rafabelti og höfuðkinn, þetta fær hann faðir minn í hlut sinn. Það gefur guð minn. Svart og hvítt, hvítt og svart. Bjart og dimmt, dimmt og bjart. Hart og mjúkt, mjúkt og hart. Heitt og kalt, kalt og heitt. Breitt og mjótt, mjótt og breitt. Feitt og magurt, magurt og feitt. Hátt og lágt, lágt og hátt. Smátt og stórt, stórt og smátt. Fátt og margt, margt og fátt. Vott og þurrt, þurrt og vott. Gott og vont, vont og gott. Skott og stél, stél og skott. Silkið er mjúkt silfrið er hart. Blaðið er hvítt, blekið er svart. Á nóttunni er dimmt, á daginn er bjart. 2C

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=