Markviss málörvun
55 2C Stebbi stóð á ströndu var að troða strý, Strý var ekki troðið, nema Stebbi træði strý. Eintreður Stebbi strý, tvítreður Stebbi strý, þrítreður Stebbi strý, fjórtreður Stebbi strý o.s.frv. Klappa saman lófunum reka féð úr móunum, tölta á eftir tófunum og tína egg úr spóunum. – Ég sá sauð suður í mó, sagði þumalfingur. – Því tókstu hann ekki með þér? sagði vísifingur. – Betra er að stela, sagði langatöng. – Ég vil fara með þér. sagði græðifingur. – Ég vil sitja heima, sagði litlifingur vesalingur. Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur, fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir fingur, sjö litlir, átta litlir, níu litlir fingur. Tíu litlir fingur á höndum. (Syngja má vísuna bæði afturábak og áfram). Krumminn á skjánum, kallar hann inn: „Gef mér bita af borði þínu, bóndi minn!“ Bóndi svarar býsna reiður: „Burtu farðu, krummi leiður. Líst mér að þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum, krumminn á skjánum.“ Táta, Táta, teldu dætur þínar. Fátt er að telja. Ein er að tala, tvær mat mala, þrjár eru í búri borð að reisa, fjórar í fjósi flór að moka, fimm á fjalli fífil að grafa, sex á sandi, sjö á landi, átta í eyjum eld að kynda, níu í nesi naut að geyma, tíu á túni töðu að hirða, og tuttugu heima. Fátt er nú talið og telja máttu betur. Heyrði ég í hamrinum hátt var þar látið og sárt var þar grátið. Búkonan dillaði börnunum öllum: Ingunni, Kingunni, Jórunni, Þórunni, Ísunni, Dísunni, Einkunni, Steinkunni, Sölkunni, Völkunni, Siggunni, Viggunni, Aðalvarði, Ormagarði, Eiríki og Sveini. Muna muntu dverg undir steini… Kisa gluggann kom upp á, konur báðar opna skjá. Einhver vöndinn þreif upp þá, þrisvar gerði í hana slá. Henni illa hér við brá, hvessti augun græn og blá, fuglaveiða stirð við stjá, stökk á burt og sagði mjá.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=