Markviss málörvun
54 Hringleikur Leiðbeiningar: Börnin leiðast í hring. Í miðjum hringnum situr eitt þeirra á hækjum sér, grúfir sig og fylgir fyrirmælum söngsins. Barnið sem bent er á í lokin á að „ver´ann“ næst. Ein(n) ég sit og sauma inní litlu húsi enginn kemur að sjá mig nema litla músin. Hoppaðu upp og lokaðu augunum. Bentu í austur, bentu í vestur, bentu á þann sem að þér þykir bestur. Hreyfileikir ;:Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.;: Augu, eyru, munnur og nef. Höfuð, herðar, hné og tær. Það búa litlir dvergar í björtum dal. (Börnin ganga á hækjum sér, lítil). Á bak við fjöllin háu í skógarsal. (Börnin teygja sig hátt upp og ganga afturábak, risastór). Byggðu hlýja bæinn sinn, (slá saman hnefum, smíða). brosir þangað sólin inn. (Lyfta handleggjum og láta þá síga til hliðanna). Fjöllin enduróma allt þeirra tal. (Valhoppa áfram). Hver stal kökunni – (klappvélin) Öll börnin fá númer og bregðast við þegar þeirra númer er nefnt. Klappvélin sett í gang. Þau klappa saman lófum og klappa sér á lær. Fara öll með vísuna saman í takt. Öll: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Kennari: Númer eitt stal kökunni úr krúsinni í gær. Númer eitt: Ha, ég? Öll: Já, þú. Númer eitt: Ekki satt. Öll: Hver þá? Númer eitt: Númer fimm stal kökunni úr krúsinni í gær. Númer fimm: Ha, ég? … o.s.frv. 2C
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=