Markviss málörvun

53 2C Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla. „Komið hingað öll til mín, ykkur vil ég bjóða. Kleppur, hann skal sjálfur sjóða, sá þau verkin fullvel kann, en hún Skjóða á að bjóða öllum lýðum þjóða: Nípa, Típa, Næja, Tæja, Nútur, Pútur, Nafar, Tafar, Láni, Gráni, Leppur, Skreppur, Loki, Poki, Leppatuska, Langleggur og Leiðindaskjóða, Völustallur og Bóla.“ Láttu smátt en hyggðu hátt, heilsa kátt ef áttu bágt, leik ei grátt við minni mátt, mæltu fátt og hlæðu lágt. Þumalfingur datt í sjóinn. Vísifingur dró hann upp. Langatöng bar hann heim. Baugfingur horfði á. Litli putti, anginn sá, sagði frá Skrifaðu bæði skýrt og rétt, svo skötnum þyki snilli, orðin standa eiga þétt, en þó bil á milli. Tvísöngur (Tónmennt 1. h., Söngvasafn) . Leiðbeiningar: Tveir hópar eða tvö börn syngja hlutverkin til skiptis. – Kanntu brauð að baka? – Já, það kann ég. – Svo úr því verði kaka? – Já, það kann ég. – Ertu nú alveg viss um? – Já, það er ég. – Eða ertu ef til vill að gabba mig? – Kanntu að prjóna úr garni? – Já, það kann ég. – Og vagga litlu barni? – Já, það kann ég. – Ertu nú alveg viss um? – Já, það er ég. – Eða ertu ef til vill að gabba mig? – Kanntu að byggja bæinn? … – Og sækja fisk á sæinn? … – Kanntu að sjóða fiskinn? … – Og færa hann upp á diskinn? … – Kanntu ber að tína? … – Og stoppa í sokka mína? … – Sjáðu hér er hringur. – Já, það sé ég. – Ég set hann á þinn fingur. – Já, það vil ég. – Prestinn vil ég panta. – Já, það vil ég. – Því hann má ekki vanta. – Nei, það skil ég. – Ertu nú alveg viss um? – Já, það er ég. – Eða ertu ef til vill að gabba mig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=