Markviss málörvun

52 Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja, þar situr hún móðir mín og kembir ull nýja. Sól skín á fossa segir hún Krossa. Hvar á að tjalda? segir hún Skjalda. Suður við ána, segir hún Grána. Ég skal snjónum spyrna, segir hún Hyrna. Ég skal mjólka minna, segir hún Dimma. Ég skal standa innar, segir hún Kinna. Ég skal mjólka svo að freyði, segir hún Reyður. Mér þykir góður ruddi, segir hann tuddi. Ég skal éta sem ég þoli, segir hann boli. Ég skal éta sjálfur, segir hann kálfur. Ég þoli illa hungur, segir vetrungur. Þambara vambara þeysingssprettir, því eru hér svo margir kettir? Agara gagara yndisgrænum, illt er að hafa þá marga á bænum. Karl tók til orða, mál væri’ að borða, Þá kom inn diskur, var á blautur fiskur, hákarl og rætur og fjórir sviðafætur. Upp tók hann einn, ekki var hann seinn, gerði sér úr mann, Grettir heitir hann … Kom ég þar að kveldi, sem kerling sat að eldi, hýsti hún fyrir mig hestinn minn og hét að ljá mér bátinn sinn, því langt er milli landanna, liggur milli strandanna. Ægir karl með yggldar brár og úfið skegg í vöngum og dætur hans með hrímhvítt hár hoppa fram með töngum. Kitla ég þær með einni ár, þær ybba sig og gretta, fetta og bretta og froðunni á mig skvetta. Einn og tveir, inn komu þeir, þrír og fjórir, furðustórir, fimm, sex, sjö og átta, svo fóru þeir að hátta. Lögðu þeir plöggin sín ofan á gólf, níu, tíu, ellefu og tólf. Svo fóru þeir að sofa, sína drauma að lofa. En um miðjan morgun mamma vakti þá, þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán, fætur stukku þeir á. Svo fóru þeir að smala suður við á, sautján, átján lambærnar sáu þeir þá. Nítján voru tvílembdar torfunum á, tuttugu sauðirnir suður við sel. Teldu nú áfram og teldu nú vel. 2C

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=