Markviss málörvun

50 2C Vísur og þulur Nokkrar vísur og þulur hafa fengið að fljóta með í þessari bók en að öðru leyti er kennurum bent á listann yfir bækur hér á undan (2A) með vísum, þulum og rímsögum, margar fallega myndskreyttar og bókasöfn skólanna hljóta að eiga þær eða geta útvegað. Leiðbeiningar Meðan verið er að kenna börnunum vísu er gott að láta þau endurtaka eftir kennaranum og leika að þau séu bergmál í klettunum (Hljóðaklettum) sem bergmála allt sem kennarinn segir. Það er mikilvægt að halda takti og ýkja rímið svolítið. Gætið þess að fara ekki hraðar með vísurnar en svo að allir geti verið með. Dæmi Börnin sitja í hring. Kennarinn: Les eða fer með vísuna/ þuluna í heild. Endurtekur 1. línuna í vísunni (1. vísuorðið). Börnin: Endurtaka hana öll í kór, hátt og skýrt. Kennarinn: Endurtekur 2. línu vísunnar (2. vísuorð). Börnin: Endurtaka hana öll í kór, hátt og skýrt o.s.frv. Tilbrigði Þegar börnin hafa lært vísuna má fara með hana á ýmsa vegu: 1. Það má hvísla vísuna. 2. Það má flytja hana með hárri röddu. 3. Það má flytja hana með vaxandi raddstyrk. 4. Það má flytja hana með minnkandi raddstyrk. 5. Það má fara með hana eins og keðjusöng. 6. Hún getur farið hringinn þannig að hvert barn segir eitt orð eða eitt vísuorð (hendingu). 7. Skipta má börnunum í tvo hópa sem skiptast á að flytja ljóðið með vaxandi og minnkandi styrk. Þau geta staðið upp, teygt sig og gert sig stór og beygt sig niður, hniprað sig saman og gert sig lítil. 2C

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=