Markviss málörvun

47 2A Rímsögur Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn les upp rímsögu. Við upplesturinn er mikilvægt að halda takti og ýkja rímið. Sagan er lesin nokkrum sinnum svo að börnin geti betur tekið þátt í ríminu. Einnig mætti teikna tvær – þrjár myndir á töfluna úr sögunni og skrifa orðin við til að sjá rímið. Hjálpargögn Bók með rímsögu (sjá ítarefni). Dæmi Kennarinn: Les söguna hægt og rólega t.d.: Hann Kalli átti káta mús, þau leigðu saman lítið hús (o.s.frv.). Les söguna aftur og gerir greinilegt hlé á undan síðasta rím­ orðinu svo að börnin geti rímað, til dæmis: Hann Kalli átti káta mús þau leigðu saman lítið … (hús) Börnin: … hús. Kennarinn: Les söguna aftur og í þetta sinn gerir hann greinilegt hlé á undan öllum rímorðum svo að börnin geti rímað: Hann Kalli átti káta … (mús) þau leigðu saman lítið … (hús) . Börnin: Endurtaka rímorðin í kór: Mús – hús. 2A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=