Markviss málörvun

46 Rím vekur athygli barnanna á hljóðauppbyggingu orða og er fyrsta skrefið í þá átt að þau geri sér grein fyrir því að málið hefur ekki aðeins innihald (merkingu) heldur einnig form (útlit). Rím eykur einnig málskilning og orðaforða. Til þess að gera rímið sýnilegt (hlutbundið) er sjálfsagt að nota þau tækifæri sem gefast til að sýna það skrifað til dæmis á töflu, sem einnig er liður í að brúa bilið milli talmáls og ritmáls. Þessi flokkur leikja skiptist í runur, úrtalningarþulur, þulur, vísur og rímsögur. Þulur og vísur þróa tilfinningu fyrir rími og hljóðfalli. Runur eða úrtalningar­ þulur eru til á öllum þjóðtungum. Þær þjóna vissum tilgangi og eru alltaf vin­ sælar. Runurnar kenna börnunum að líkja eftir hljóðum, fylgja hljóðfalli og einnig þjálfa þær framburð. Þulurnar eru menningararfur sem gaman er að halda við og gefa gott tækifæri til leikrænnar tjáningar. Með mörgum leikjanna eru notaðar myndir (rímmyndir). Kennarinn getur bætt í rímmyndasafnið (sjá 2U) með aðstoð barnanna, til dæmis með því að klippa myndir úr blöðum og líma þær á pappa og skrifa orðin á myndirnar. Einnig má benda á Málhljóðaspilið eftir Bo Ege og Lestrarspil sem fylgir bók­ unum Listin að lesa og skrifa eftir Arnheiði Borg og Rannveigu Löve, sem nýtast vel með verkefnum þessarar bókar. 2. RÍMLEIKIR 2 hús mús

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=