Markviss málörvun

44 1P Upplýsingaleikur Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn og börnin fara í alls konar leiki með nöfn barnanna, heimilisföng, símanúmer, afmælisdaga, nöfn foreldra o.s.frv. Ræðið um hvað þessi hugtök, fullt nafn, skírnarnafn, föðurnafn, ættarnafn og heimilisfang, tákna. Til athugunar Sumum börnum reynist erfitt að geyma allar þessar nauðsynlegu upplýsingar um sjálf sig í minni (langtímaminni), þess vegna er gott að fara í þennan leik annað slagið til upprifjunar þangað til allir eru orðnir vissir. Til þess að öllum gangi vel og mistakist ekki fyrir framan hina gefur kennarinn vísbendingar eftir þörfum svo að allir geti svarað rétt. Biðja mætti foreldrana að æfa börnin heima. Merkja má við á gátlista jafnóðum og þau eru orðin viss á þessum atriðum. Spyrja mætti fimm til sjö börn í hverjum leik, eftir því sem úthald þeirra leyfir. Hjálpargögn Bekkjarskrá. Nöfn foreldra. Leiknum er skipt í sjö þætti. Dæmi um leik 1. þáttur Kennarinn: Í dag ætla ég að nefna fullt nafn ykkar (gefa dæmi um fullt nafn) . Sá/sú sem heyrir nafn sitt nefnt á að segja hvernig buxurnar sem hún/hann er í eru á litinn. (Kjóll,skór, skólataska, augu o.s.frv.). 2. þáttur Kennarinn: Í dag ætla ég að segja skírnarnafn ykkar (gefa dæmi um skírnarnafn). Þau sem ég nefni eiga að segja hvers dóttir eða son þau eru eða ættarnafn sitt. 3. þáttur Kennarinn: Í dag segi ég nokkur heimilisföng. Þau sem eiga heima þar segja: Ég á heima þar, ég heiti … … (fullt nafn). Hlustið nú vel. 4. þáttur Kennarinn: Í dag segi ég fullt nafn nokkurra ykkar. Þau sem ég nefni eiga að segja heimilisfangið sitt, hvað gatan heitir og númer hvað húsið er. Ef þið munið það ekki finnum við það í bekkjarskránni. 1P

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=