Markviss málörvun
43 1O Kisa segir mjá Leiðbeiningar Börnin sitja í hring á stólum. Eitt barnið er valið með úrtalningarþulu til að vera kisan. Kennarinn bindur fyrir augun á kisunni og snýr henni nokkrum sinnum til þess að gera hana áttavillta. Síðan á hún að tylla sér á einhvern í hringnum og reyna að þekkja á röddinni hver það er. Hjálpargögn Klútur til að binda fyrir augun. Stólar, einum færri en þátttakendur. Dæmi um leik Kennarinn: Snýr kisunni í nokkra hringi um leið og allir segja í kór. Hollinn skollinn, sitt í hverju horni, ekki skaltu ná mér fyrr en á mánudagsmorgni. Börnin: Sitja steinþegjandi á stólunum. Kisan: Finnur sér einhvern til að setjast á í hringnum og segir: Kisa segir ? Barnið: Mjaaáá (ef til vill með svolítið breyttri röddu). Kisa: Giskar á hver á röddina. Ef kisan giskar rétt skipta þau um hlutverk og leikurinn hefst að nýju. Ef kisan giskar rangt ýtir barnið, sem hún settist á, henni í burtu og þá verður hún að finna sér einhvern annan til að setjast á. Hún fær að reyna þrisvar en þá er ný kisa valin. 1O
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=