Markviss málörvun

42 1N Hver er með boltann? Leiðbeiningar Eitt barnanna er valið með úrtalningarþulu til að vera kastari. Kastarinn snýr baki að börnunum sem sitja hér og þar á gólfinu. Kastarinn kastar tuskubolta aftur fyrir sig. Eitthvert barnanna grípur boltann og felur hann fyrir aftan bak. Hin börnin hafa líka hendur fyrir aftan bak og svara spurningum kastarans. Kastarinn á að reyna að þekkja rödd þess sem greip boltann. Hjálpargögn Mjúkur bolti og klútur til að binda fyrir augun. Dæmi um leik Börnin: Sitja á gólfinu og snúa öll í áttina að kastaranum. Kastarinn: Kastar boltanum aftur fyrir sig til barnanna. Börnin: Eitt þeirra grípur boltann og felur hann fyrir aftan bak. Kastarinn: Hver er með boltann? Börnin: Tröllið er með hann. Kastarinn: Hver er tröllið? Barnið: Það er ég (með svolítið breyttri rödd ef vill). Kastarinn: Snýr sér við og giskar á hver það var sem sagði: Það er ég . Hann má geta þrisvar. Barnið með boltann verður næsti kastari. 1N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=