Markviss málörvun

41 1M Leynihluturinn Leiðbeiningar Börnin sitja í hring með hendur fyrir aftan bak. Kennarinn leggur leynihlut í lófa nokkurra barna. Þegar þau heyra nafnið sitt nefnt mega þau lýsa leynihlutnum sínum (þrjár til fjórar vísbendingar). Hin börnin giska á hver hluturinn er. Hjálpargögn Poki með nokkrum leynihlutum, til dæmis yddari, strokleður, blýantur, penni, reglustika, legókubbur, teningur, bók, tappi, spil o.fl. Dæmi um leik Börnin: Eru með hendur fyrir aftan bak. Kennarinn: Gengur aftur fyrir þau og leggur leynihlut úr pokanum í lófa nokkurra barna. Kennarinn: Nefnir nafn einhvers barnsins. Barn (sem er ekki með neitt í höndunum) segir: Ég er ekki með neitt . Barn: (sem fékk hlut í lófann) lýsir leynihlutnum sínum án þess að segja heiti hans, til dæmis: Hann er gulur og mjór og hægt að skrifa með honum. Börnin: Giska á hver leynihluturinn er. Barnið: Sýnir leynihlutinn. Það er nóg að láta þrjú til fimm börn fá leynihlut í hverjum leik. 1M

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=