Markviss málörvun
40 1L Flöskustútur Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Barnið, sem er valið (með úrtalningarþulu) til að „ver´ann“, sest í miðjuna. Kennarinn snýr flöskunni og gefur fyrirmælin sem á að fylgja í ákveðinni röð. Í byrjun eru gefin fá og einföld fyrirmæli, síðar lengri og flóknari. Hér er tilvalið að nota tækifærið til að æfa stöðuhugtök, röðunarhugtök, hægri og vinstri og þess háttar. Barnið sem „er ´ann“ þarf að muna öll fyrirmælin og framkvæma þau í réttri röð. Hin börnin eiga líka að muna fyrirmælin til að geta fylgst með hvort allt sé rétt gert. Síðar gætu börnin gefið fyrirmælin sjálf. Til athugunar Hér reynir einnig á skammtímaminni, málskilning, orðskilning og það að vera miðpunktur athyglinnar. Þyngdarstig eru þrjú. Hjálpargögn Tóm gosflaska til að snúa. Dæmi um leik 1. stig: Fá og einföld fyrirmæli. Kennarinn: Leggur flöskuna á hliðina og snýr henni. Þegar flaskan stoppar gefur hann barninu, sem flöskustúturinn benti á, nokkur fyrirmæli, til dæmis: Taktu bókina og settu hana undir stólinn. Náðu í bókina og settu hana ofan á (eða fyrir aftan) stólinn. Barnið: Reynir að muna fyrirmælin og gera þau í réttri röð. 2. stig: Lengri og fleiri fyrirmæli, til dæmis: Skríddu að borðinu – stattu þar upp – taktu efstu bókina í bunkanum og settu hana neðst í bunkann. Eða: Stattu upp – lyftu upp öðrum fætinum – hoppaðu til dyra – opnaðu þær – og kíktu á bak við hurðina . 3. stig: Mörg og flókin fyrirmæli. Hér er tilvalið að æfa hægri og vinstri, til dæmis: Stattu rólega upp – réttu upp hægri hönd – farðu til Siggu og stattu vinstra megin við hana – klappaðu henni á hnakkann. 1L
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=