Markviss málörvun

39 1K Búðarleikur Leiðbeiningar Kennarinn er mamman. Hún biður eitt barnanna um að fara út í búð. Það á að kaupa einn, tvo eða þrjá hluti í búðinni. Leggja mætti kubb fyrir hvern hlut til minnis. Auðveldara er að muna orð sem eru í sama flokki eða tengjast á einhvern hátt. Barnið þarf að leggja orðin á minnið og muna þau þangað til það kemur úr búðinni aftur. Búðin getur til dæmis verið frammi við dyr. Hin börnin telja hljóðlega upp að fimm (eða tíu) þá má barnið koma heim aftur. Þá á það að láta mömmu fá það sem það keypti og nefna hlutina hátt og skýrt um leið. Til athugunar Leikurinn þjálfar skammtímaminni. Best er að byrja ekki með nema eitt til tvö orð í einu meðan verið er að átta sig á hversu mörg orð börnin ráða við. Hjálpargögn Kubbar, jafnmargir orðunum sem á að muna, ef vill. Hugmyndir fyrir innkaupalistann: Matvörubúð: Mjólkurvörur, brauðmeti, sælgæti, drykkir, kjötvörur, fiskur, hreinlætisvörur, ávextir, grænmeti, krydd o.fl. Bókabúð: Sögubækur, skólabækur, tímarit, ritföng. Leikfangabúð, fatabúð o.s.frv. 1K

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=