Markviss málörvun
38 1J Hvíslleikur Leiðbeiningar Kennarinn er hvíslstjóri. Allir sitja í hring. Kennarinn hvíslar orði eða setningu í eyrað á sessunauti sínum vinstra megin sem hvíslar því sem hann heyrði í eyrað á næsta manni o.s.frv. Hvíslið fer allan hringinn. Síðasta barnið segir upphátt það sem það heyrði. Þá kemur oft allt annað orð en lagt var upp með og vekur það mikla kátínu. Til athugunar Hvíslið er látið ganga hringinn til vinstri til þess að börnin læri hvað er réttsælis, sbr. vísana á klukkunni og hvernig gefið er í spilum. Best er að byrja á að hvísla fleirkvæðum, algengum orðum. Fyrstu setningarnar þurfa að vera stuttar og um eitthvað þekkt. Meta má eftir fyrstu umferð hvaða þyngdarstig börnin ráða við. Síðar er hægt að nota lengri og flóknari setningar. Leikurinn þjálfar skammtímaminni auk hlustunar. Hugmyndir Súkkulaði, appelsína, jólasveinn, skólataska. Í dag er þriðjudagur. Ég fer í fríið. Ég fékk nýja úlpu í gær. Rautt hjól, blár bolti, grænt gras. Tveir gosdrykkir, fjórir gúmmíbangsar, fimm súkkulaðifroskar. Barbara bar Ara araba bara rabarbara. 1J
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=