Markviss málörvun

1I Rugludallar Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn segir þeim sögu eða setningar en ruglast stundum. Börnin eiga að hlusta vel, mættu jafnvel halda fyrir augun eða loka þeim. Þau eiga að stöðva kennarann ef hann segir eitthvert rugl og hjálpa honum að segja orðin rétt. Kynna má leikinn með þessari sögu: Tannmundur Siglæknir (þ.e. Sigmundur tannlæknir) hefur alltaf mikið að gera. Börnin í bænum borða svo mikið sælgæti. Þau borða karalaði og súkkumellur, tyggibollur og kremgúmmí. Þau vilja hvorki appelrínur né mandasínur. Og hvað þá heldur gulkál eða blómrætur. Þau tanna næstum aldrei bursturnar. Þau eru að verða feitalausar tannbollur. Til athugunar Hægt er að gera ruglið misþungt og hafa mismikið af því. Finna þarf tvö samsett orð til þess að rugla saman og búa til nýtt orð. Einnig er hægt að rugla með sögn og nafnorð sem er erfiðara: Bréfaðu mér skrif. – Hann grindaði yfir stökkverkið. – Tannaðu burstur. Þessi leikur reynir á mismunandi þætti hljóðkerfisvitundarinnar. Börnin þurfa að geta greint orð í orðhluta, víxlað þeim og sett þá aftur saman svo að úr verði nýtt orð. Hjálpargögn Samsett orð sem gott er að víxla eins og sýnt var hér að ofan. Dæmi um leik Kennarinn: Hafið þið heyrt sögurnar af Mjallbusku og Öskuhvít? Hvernig ruglaðist ég? Börnin: Þú áttir að segja Mjallhvít og Öskubusku. Kennarinn: En Bútrutt og Gilikollu? Hvernig ruglaðist ég? Börnin: Þú áttir að segja Búkollu og Gilitrutt. 37 1I

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=