Markviss málörvun
35 1H Að hvísla nafnið sitt Til athugunar Börnin sitja í stórum hring. Eitt barn er valið með runu til að vera hlustandinn. Hann situr í miðjunni með bundið fyrir augun. Hjálpargögn Klútur til að binda fyrir augu hlustandans. Tilbrigði 2, klútar til að binda fyrir augun á helmingnum af börnunum. Dæmi um leik Hlustandinn: Velur nafn einhvers bekkjarfélaga og lætur vita að hvaða nafni hann ætli að leita. Kennarinn: Bindur fyrir augu hlustandans. Börnin: Skipta hljóðlega um sæti í hringnum. Þegar þau eru sest hvísla þau öll nafnið sitt aftur og aftur. Hlustandinn: Hlustar eftir nafninu sem hann valdi og skríður svo til barnsins sem á það. Kennarinn: Aðstoðar ef þörf krefur. Tilbrigði 1 Hlustandinn: Fer fram með kennaranum og þau ákveða eftir hvaða nafni hann á að hlusta. Bundið fyrir augu hans. Kennarinn leiðir hann inn. Börnin: Ganga rólega um stofuna hvert í kringum annað og hvísla nafnið sitt aftur og aftur. (Þau vita ekki hvaða nafn hefur verið valið). Hlustandinn: Gengur rólega um og hlustar eftir nafninu sem var valið. (Kennarinn fylgir hlustandanum eftir). Þegar hlustandinn heyrir nafnið kallar hann: Ég er búinn að finna … ! Þá geta þau fallist í faðma. Tilbrigði 2 Börnunum er skipt í tvær raðir. 1. röð: Fer fram og bíður. Kennarinn: Segir þeim að þegar þau verði kölluð inn eigi þau að ganga rólega um stofuna og segja nafnið sitt aftur og aftur. 1H
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=