Markviss málörvun

34 1G Vekjaraklukka falin Leiðbeiningar Börnin þurfa að læra eina vísu áður en farið er í leikinn í fyrsta sinn. Eitt barnanna á að vera úrsmiðurinn og er valið með runu. Börnin mega sitja hér og þar í stofunni. Hjálpargögn Klukka sem heyrist hátt í. Dæmi um leik Úrsmiðurinn fer fram og bíður á meðan kennarinn eða eitthvert barnið felur klukkuna. Börnin: Kalla á úrsmiðinn. Úrsmiðurinn: Kemur inn og reynir að finna klukkuna með því að ganga á hljóðið. Börnin: Hafa alveg steinhljóð. Börnin: Þegar klukkan er fundin, syngja þau eða segja í kór: Stóra klukkan segir (með djúpri rödd): Tikk – takk – tikk – takk. (Hálfnótur) Litla klukkan segir (með eðlilegri rödd): Tikk – takk –-tikk – takk – tikk – takk – tikk – takk. (Fjórðapartsnótur) Litla vasaúrið segir (með mjórri, hárri rödd): Tikka – takka – tikka – takka – tikka – takka – tikk. (Áttundapartsnótur) (Tónmennt 1. hefti, Söngvasafn, bls. 13) Kennarinn velur nýjan úrsmið. Tilbrigði Börnin: Leggjast á magann á gólfið og látast sofa (mega ekki kíkja). Úrsmiðurinn: Læðist hljóðlega um og felur klukkuna. Kallar rólega: Tikk-takk-tikk-takk. Börnin: Vakna, læðast um og hlusta eftir tikkinu. Þegar klukkan er fundin, segja/syngja þau öll í kór: Stóra klukkan segir: Tikk – takk – tikk – takk o.s.frv. Sá sem finnur klukkuna á að „ver´ann“. 1G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=