Markviss málörvun

33 1F Leynihljóðið Leiðbeiningar Börnin (þrjú til fimm í hvert sinn) eru hvött til þess að koma með hljóðgjafa að heiman. Hljóðgjafinn er einhver hlutur sem hægt er að mynda hljóð með. Þau mega ekki segja hinum krökkunumhvaða hlut þau koma með, það er leyndarmál. Til athugunar Í leiknum felst: Að muna að taka með sér hlut að heiman. Að fá mömmu og pabba til að taka þátt í leiknum. Að geta þagað yfir leyndarmáli. Að vera miðpunktur athyglinnar. Hjálpargögn Hlutir að heiman, bíll, dúkka sem grætur, eggjaskeri, gulrót/epli, kaffikvörn og fleira. Dæmi um leik Börnin sitja í hálfhring. Leynihljóðið er látið heyrast án þess að hluturinn sjáist en hin börnin eiga að reyna að giska á í hverju heyrist. Á eftir er hægt að athuga í sameiningu hvort hluturinn getur myndað fleiri hljóð! 1F

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=