Markviss málörvun

32 1E Grámann, hundurinn og beinið Leiðbeiningar Áður en farið er í þennan leik væri upplagt að lesa þjóðsöguna um Grámann í Garðshorni fyrir börnin. Eitt barnið er valið með úrtalningarþulu til að vera hundurinn. Börnin sitja í hálfhring utan um hann. Hjálpargögn Lyklakippa með mörgum lyklum (kjötbein). Dæmi um leik Hundurinn: Stendur og grúfir sig upp að vegg. Hann má ekki kíkja. Kjötbeinið: Liggur við hliðina á honum. Börnin: Hafa hljótt um sig. Kennarinn: Bendir á eitt barnið, Grámann, sem á að stela beininu. Grámann: Læðist og nær í beinið. Síðan læðist hann eins hljóðlega og hann getur með það og sest á sinn stað. Börnin: Hrópa í kór: Hundur, litla greyið mitt, hver skyldi vera með beinið þitt? Hundurinn: Snýr sér við og giskar á hver muni vera Grámann. Hann má giska þrisvar. Grámann verður næsti hundur, og þannig koll af kolli. 1E

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=