Markviss málörvun

31 1C Hve oft? Leiðbeiningar Kennarinn rekur bolta nokkrum sinnum á gólfinu. Best er að rekja boltann aðeins 2–3 sinnum í byrjun. Ef börnin kunna ekki að telja mega þau líkja eftir með klappi. Börnin sitja með lokuð augu og hlusta. Kennarinn spyr: Hve oft rakti ég boltann? Börnin svara samkvæmt sinni talningu. Tilbrigði Kennari bankar til dæmis í töfluna fjórum sinnum, stappar þrisvar í gólfið og spyr: Hvað gerði ég og hve oft? 1D Baulaðu nú, Búkolla mín Leiðbeiningar Áður en farið er í þennan leik er upplagt að lesa þjóðsöguna um Búkollu fyrir börnin. Tvö börn eru valin úr hópnum, Karlsson/strákurinn og Búkolla. Tilvalið er að nota úrtalningarþulu til að finna hverjir eiga að „ver´ann“. Hjálpargögn Klútur til að binda fyrir augun. Dæmi um leik Börnin: Sitja í hring. Karlsson: Stendur í miðju með bundið fyrir augun. Búkolla: Læðist burt og kemur sér fyrir einhvers staðar í stofunni. Karlsson: Kallar: Baulaðu nú, Búkolla mín. Búkolla: Baular. Karlsson: Bendir í þá átt sem hann álítur hljóðið koma úr og segir hvort Búkolla liggur á gólfinu eða stendur uppi á stól. Hann á að staðsetja Búkollu eins nákvæmlega og hann getur. Kennarinn: Hjálpar til ef með þarf og er dómari í leiknum. Búkolla verður næsti karlsson. Kennarinn velur aðra Búkollu. 1C 1D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=