Markviss málörvun
29 1B Við myndum hljóð og hlustum Leiðbeiningar Börnin sitja í hring og hlusta. Þau loka augunum, þau mega nefnilega ekki sjá hvað kennarinn ætlar að gera. (Hann getur staðið á bak við hlíf). Kennarinn myndar eitthvert hljóð, flettir til dæmis bók. Börnin eiga að giska á hvað hann var að gera. Látið þau reyna að lýsa því í orðum hvernig hljóðin eru mynduð. Munurinn á að hlusta með lokuð og opin augu ræddur. Til athugunar Smám saman verða börnin duglegri að hlusta og muna og þá getur kennarinn myndað fleiri hljóð í röð. Þegar hann myndar nokkur hljóð í röð mætti leggja kubba, jafnmarga hljóðunum, börnunum til glöggvunar. Sjónrænt skammtíma- minni er þannig notað til styrktar því heyrnræna. Þyngdarstigin eru fjögur. Hjálpargögn Sjá Tillögur um hljóð hér á eftir. Kubbar. Dæmi um leik 1. stig Börnin: Hlusta, halda fyrir augun, ef vill. Kennarinn: Myndar hljóð (flettir bók). Börnin: Giska á hvert á eftir öðru, hvað kennarinn var að gera. 2. stig Börnin: Hlusta, halda fyrir augun, ef vill. Kennarinn: Myndar tvö hljóð hvort á eftir öðru. Börnin: Giska hvert á eftir öðru: Fyrst … og síðan … 3. stig Börnin: Hlusta, halda fyrir augun, ef vill. Kennarinn: Myndar röð af hljóðum. Börnin: Giska hvert á eftir öðru: Fyrst … svo … og svo … 4. stig Börnin: Hlusta, halda fyrir augun, ef vill. Kennarinn: Endurtekur hljóðin í sömu röð en sleppir einu þeirra: Hvaða hljóði gleymdi ég? (Eða: bætti við) 1B
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=