Markviss málörvun

28 1A Hlustað á hljóð Leiðbeiningar Leikinn má nota jafnt innan dyra sem utan. Börnin sitja öll saman í hring. Við hlustum með lokuð augu og með opin augu. Við hlustum á alls konar hljóð: Hljóð sem heyrast inni – hljóð sem heyrast úti. Hljóð inni í okkur sjálfum. Er hljóðið nálægt eða langt í burtu? Er hljóðið náttúrulegt eða búið til af mönnum? Er hljóðið hátt eða lágt, stutt eða langt? Hjálpargögn Sjá Tillögur um hljóð hér á eftir. Dæmi um leik Börnin: Hlusta með lokuð augu í eina mínútu. Kennarinn: Hvað heyrðum við? (Nota spurningarnar hér á undan). Börnin: Hlusta með opin augu í eina mínútu. Kennarinn: Ræðir við börnin um muninn á því að hlusta með lokuð og opin augu. Tillögur um hljóð Við gætum hafa heyrt: Eigin hjartslátt. – Eigin andardrátt og hinna. Sogið upp í nef, hóstað. Í vindinum, regninu. Fótatak á möl, grasi, stétt. Í bílum, vélhjólum, reiðhjólum. Tif í klukku. – Suð í ofni. Dropa drjúpa úr krana. Við gætum reynt að þekkja aðra á röddinni. 1A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=