Markviss málörvun

171 – Í síðasta verkefninu eigum við að finna hvað eru margar samstöfur/klöpp í þeim orðum sem eru á myndunum. (Sýnikennslublað 4 á glæru). – Hér sjáið þið hvernig þið eigið að gera. Fyrst segjum við kisa . Hver getur sagt það hægt og í samstöfum? ki-sa. Ég setti strik fyrir hverja samstöfu. Hvað eru þær margar? Rétt, þá geri ég tvö strik. – Síðan er það páfagaukur . Hver getur sagt það hægt? pá-fa-gau-kur? Það á að setja eitt strik fyrir hverja samstöfu. Hvað voru þær margar? Rétt, þá geri ég fjögur strik. – Nú megið þið fletta á bls. 4 og við skulum skoða allar myndirnar áður en þið byrjið. (Allar myndirnar eru nefndar svo að ekki fari á milli mála hvaða orð þetta eru). – Takið nú upp blýantinn og byrjið. Úrvinnsla og mat Könnuninni fylgja tvö skráningarblöð. Annað þeirra er fyrir einstakling og hentugt að nota í foreldraviðtölum eða senda á milli skóla við flutning barns. Merkið við orðin: án vandkvæða eða krefst nánari athugunar um frammistöðu barnsins auk athugasemda, eins og sýnt er á skráningarblaðinu. Það gefur gleggri upplýsingar um hvernig barnið stendur og hvar meiri þjálfunar er þörf. Á hópskráningarblaðið má skrá árangur allra nemendanna á eitt blað sem gerir kennaranum auðveldara að gera sér grein fyrir stöðu bekkjarins í heild. Hámarks­ stigafjöldi fyrir hvern þátt könnunarinnar er sýndur á skráningarblaðinu þar sem niðurstöður um árangur hvers einstaklings í hverjum þætti könnunarinnar koma fram. Þá ætti að vera auðvelt að skipta bekknum í hópa ef þörf krefur og finna í starfsáætluninni leiki sem henta til þess að þjálfa þá þætti sem börnin hafa enn ekki náð nógu góðum tökum á. Það telst til undantekninga ef börnin ná ekki góðum tökum á rími og skipt­ ingu í samstöfur. Aftur á móti eru forhljóðsgreining og hljóðgreining orða þeir þjálfunarþættir sem leggja þarf sérstaka rækt við eins og kemur fram í formála bókarinnar. Börn sem koma illa út í þeim þáttum ætti að greina nánar, til dæmis hjá talmeinafræðingi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=