Markviss málörvun

170 – Nú eigið þið að finna þau orð sem byrja á sama hljóði. Þegar þið finnið einhver orð sem byrja á sama hljóði eigið þið að gera strik á milli þeirra eins og ég gerði áðan. – Nú megið þið byrja. Þegar þið eruð búin leggið þið blýantinn á borðið. 3. þáttur – hljóðgreining Hjálpargögn Sýnikennslublað 3 á glæru. Myndir: ás, rós. Nemendablað 4: öl, lús, nál, vasi, fáni. Aðfari – Nú er komið að næstsíðasta verkefninu. Nú eigum við aftur að hlusta vel á nokkur orð og finna út hvað eru mörg hljóð í þessum orðum. Ég ætla að útskýra fyrir ykkur hvað þið eigið að gera. (Sýnikennslublað 3 á glæru). – Lítið á þetta blað. Nú skuluð þið segja ás hægt í huganum, ekki upphátt. Hvað gerið þið mörg hljóð með munninum þegar þið segið á-s? Tvö, er það ekki? Við setjum tvö strik hjá ás af því að það eru tvö hljóð í ás. Finnið hvernig þið segið r-ó-s? Það eru þrjú hljóð í rós. Þá setjum við þrjú strik við rós. – Nú megið þið fletta á bls. 3 og þá ætla ég að segja ykkur af hverju allar myndirnar eru. (Öll orðin eru nefnd svo ekki fari á milli mála um hvaða orð er að ræða). – Takið nú upp blýantinn og byrjið. 4. þáttur – samstöfur Hjálpargögn Sýnikennslublað 4 á glæru. Myndir: kisa, páfagaukur. Nemendablað 4: ísbjörn, fíll, kengúra, risaeðla, mús. Aðfari Rifjið upp hvernig við finnum hve margar samstöfur/klöpp eru í orði, til dæmis með því að klappa orðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=