Markviss málörvun

168 Könnunin skiptist í fjóra þætti 1. Rím 5 atriði 2. Forhljóð 5 atriði 3. Hljóðgreining 5 atriði 4. Samstöfur 5 atriði Alls 20 atriði Þessi röð á verkefnunum er, eins og sjá má, önnur en í bókinni. Hún þykir heppilegri þegar könnunin er lögð fyrir þar sem reynslan sýnir að börnunum hættirtilaðruglasaman hljóðgreiningu ogskiptinguísamstöfur,sésamstöfuþátturinn lagður fyrir á undan. Skipting í samstöfur er auðveldari en hljóðgreiningin og það er gott að ljúka við verkefni með það á tilfinningunni að vel hafi gengið. Mikilvægt er að hrósa og hvetja nemendurna oft á meðan á könnuninni stendur. Þau börn sem eru fljót að ljúka við verkefnin geta litað myndirnar á meðan þau bíða eftir hinum sem eru lengur að vinna. Þess vegna er gott að þau hafi liti við höndina. Framkvæmd könnunarinnar Gefa þarf nemendum skýr fyrirmæli og útskýra vel alla fjóra þætti verkefnisins. Til þess notar kennarinn fjögur sýnikennslublöð sem fylgja prófinu. Gott er að setja þau á glæru og strika á þau með glærupenna. Það er ekki auðvelt að leggja hóppróf fyrir svo ung börn einn síns liðs. Sérkennarinn gæti ef til vill aðstoðað við að leggja könnunina fyrir og gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna einstakra barna í samráði við bekkjarkennarann eftir að niðurstöður eru fengnar. Einnig gefur það kennara nánari upplýsingar ef hægt er að hafa auga með nemendum á meðan á próftöku stendur og reyna að fylgjast með atriðum eins og sjálfstæði, hvort þau reyna að sjá hjá öðrum, athygli, hvort þau þurfa endurtekningu á fyrirmælum o.fl . líkt og gert er í Teikni­ prófi Tove Krogh sem víða er notað í 1. bekk. 1. þáttur – að ríma Hjálpargögn Sýnikennslublað 1 á glæru. Myndir: ás-lás, lím. Nemendablað 1: bíll-fíll, fiskur-diskur, máni-fáni, mús-hús, ól-sól. Aðfari Rifjið upp hvað það er að ríma . Látið börnin nefna dæmi um rím til dæmis: rós - dós, baka - kaka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=