Markviss málörvun
167 (Lögð fyrir 1. bekk að vori eða 2. bekk að hausti) Þessa hópkönnun má leggja fyrir 1. bekk að vori og skrá niðurstöður á skráningarblöð sem fylgja henni. Þau fylgja nemendum upp í 2. bekk ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Á skráningarblöðunum kemur fram hvort eða hvar börnin standa vel að vígi eða höllum fæti hvað varðar hljóðkerfisvitund. Könnunin gæti einnig gefið vísbendingu um hvaða börn eru í áhættuhópi hvað varðar lestrarörðugleika og þurfa þar með á sérstakri upprifjun eða jafnvel sérkennslu að halda. Margir bekkir skipta um kennara eftir 1. bekk og alltaf flytjast einhver börn á milli skóla. Nauðsynlegt er að upplýsingar sem varða stöðu nemenda fylgi þeim þannig að kennari sem tekur við þeim fái allar þær upplýsingar sem að gagni mega koma. Um könnunina Prófþættirnir eru fjórir. Taka má hvern prófþátt fyrir sig og kanna hópinn þegar það þykir henta eða taka allt prófið í einni lotu að vori í 1. bekk eða að hausti í 2. bekk. Mörgum hefur þótt betra að hafa einhvern sér til aðstoðar í prófinu, til dæmis sérkennarann, sérstaklega ef hóparnir eru stórir. Að sjálfsögðu er reynt að koma í veg fyrir að börnin sjái hvert hjá öðru svo að niðurstöður verði raunhæfar. Prófgögn Nemendahefti (fjórar bls. heftar saman) handa hverju barni. Blýantur handa hverju barni (litir). Sýnikennslublöð á glærum (1.–4.). Glærupenni. Nemendablöð á glærum ef vill (1.–4.). Prófþættirnir eru á fjórum nemendablöðum og fjórum sýnikennslublöðum. Ljósrita þarf nemendablöðin fjögur og hefta þau saman svo að hvert barn fái eitt hefti. Sýnikennslublöðin er best að setja á glærur. Markmið Markmið könnunarinnar er að kennarinn fái góða yfirsýn yfir það hvernig hópurinn stendur í málörvunarverkefnunum svo að hægt sé að skipuleggja kennsluna í samræmi við þær niðurstöður sem fást, sérstaklega með 2. bekk í huga sé könnunin lögð fyrir í lok 1. bekkjar. Sú kennsla fer fram á fyrstu átta vikum skólaársins í 2. bekk, 15–20 mín. dag lega, á sama tíma dags samkvæmt starfsáætluninni fyrir 2. bekk. Einhverjir munu þurfa upprifjun/endurhæfingu lengur en átta vikur eða jafnvel sérkennslu. HÓPKÖNNUN
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=