Markviss málörvun

165 6T Leynihlutur að heiman Leiðbeiningar Börnin koma með hlut að heiman. Þau fá miða með sér heim og foreldrar eru fengnir til að hjálpa börnunum að finna hluti (tveggja, þriggja eða fjögurra hljóða orð) heima. Hluturinn er leynihlutur. Börnin sitja í hálfhring. Hvert barn hljóðar með kubbum leynihlutinn sinn fyrir hin börnin sem giska á hver hluturinn er. Að lokum eru allir hlutirnir lagðir á borð til sýnis og hafðir þar í nokkra daga. Lítið blað er með hverjum hlut þar sem teiknaðir eru kubbar, jafnmargir og hljóðin eru mörg. Til athugunar Í þessum leik þurfa börnin: Að muna eftir að koma með hlut að heiman. Að fá mömmu og pabba til samvinnu. Að geta þagað yfir leyndarmáli. Að vera miðpunktur athygli. Hægt er að nota hlutina í öðrum hljóðaleikjum. Hjálpargögn Hlutir að heiman. Kubbar. Dæmi um leik Barn: Hljóðar leynihlutinn sinn og setur niður kubb fyrir hvert hljóð, til dæmis: S...k...i...p.... Börnin: Giska á hver hluturinn er: S...k...i...p.... Síðan er hluturinn settur á borðið. 6T

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=