Markviss málörvun
161 6O Gjafaleikur Leiðbeiningar Leikurinn fer fram eins og Fram, fram fylking. Kennari og eitt barn mynda brú með höndunum og hin börnin ganga undir brúna meðan þau syngja vísuna. Barnið sem er tekið til fanga fær gjöf frá kennaranum, þ.e. orð til að hljóða. Gjöfin er valin með tilliti til þess hvað barnið er duglegt að hljóða orð og kennarinn þarf að hjálpa börnunum. Dæmi um leik Börnin: Ganga í hring undir brúna meðan þau syngja vísuna. (Lag: Sælt er að eiga sumarfrí). Allir mega óska sér sem undir brúna koma hér. Ef þú veist hvers óska ber þá óska máttu þér. Kennarinn: Þú færð rós. Barn: Rós. R...ó...s... Kennarinn: Hjálpar eins og þarf. Börnin: Endurtaka í kór: Rós. R...ó...s... Tilbrigði Barnið sem tekið er til fanga fær að óska sér einnar gjafar af þremur. Kennarinn segir, til dæmis við barnið: Hér er ég með þrjár gjafir. Hvaða gjöf vilt þú? (Sýnir barninu þrjár myndir). Barnið hljóðar orðið. 6O
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=