Markviss málörvun

160 6M Hljóðbolti Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn hljóðar orð og kastar bolta til eins barnsins. Barnið segir orðið og kastar boltanum aftur til kennarans. Hjálpargögn Mjúkur bolti. Dæmi um leik Kennarinn: Hljóðar orð, til dæmis: R...ú...m.. . Börnin: Endurtaka í kór: R...ú...m... Kennarinn: Kastar bolta til barns. Barnið: Grípur boltann, svarar og giskar á: R...ú...m... Rúm. Kastar boltanum aftur til kennarans. 6N Hljóðabókin mín II Leiðbeiningar Börnin búa til bók með því að teikna myndir af tveggja, þriggja og fjögurra hljóða orðum sem þau hafa unnið með í bekknum. Börnin sýna hvað mörg hljóð eru í orðunum með því að teikna kubba við myndirnar. Við hliðina á tveggja hljóða orði teikna börnin tvo kubba, við hlið­ ina á þriggja hljóða orði þrjá kubba o.s.frv. Hjálpargögn Lítil bók. Blýantar og litir. Tilbrigði Seinna geta börnin leikið sér að því að setja einn bókstaf fyrir hvert hljóð inn í kubbana. 6M 6N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=