Markviss málörvun

159 6L Nágrannar Leiðbeiningar Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Hlustað er eftir því hvaða hljóð eru nágrannar. Kennarinn segir börnunum að hljóð í orðum séu í ákveðinni röð. Hann hljóðar orð og börnin endurtaka í kór. Eitthvert hljóð er valið og hljóðað sér. Börnin reyna að hlusta hvaða hljóð kemur á undan og hvaða hljóð kemur á eftir því. Kennarinn hjálpar börnunum. Til athugunar Munið að við erum að vinna með hljóð, ekki bókstafi. Hjálpargögn Kubbar. Dæmi um leik Kennarinn: Hljóðar hægt (með kubbum) til dæmis: R...ó...s... Börnin: Endurtaka í kór: R...ó...s... Kennarinn: Nú skulið þið hlusta hvaða hljóð kemur á eftir ó... Börnin: Endurtaka í kór: Ó... Kennarinn: Hlustum á orðið aftur. Hljóðar hægt og bendir á kubbana: R...ó...s.. . Börnin: Endurtaka í kór: R...ó...s... Giska á hvaða hljóð kemur á eftir ó... 6L

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=