Markviss málörvun

158 6K Hvað er ég að segja? Leiðbeiningar Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Kennarinn setur fimm myndir (tveggja – þriggja hljóða orð) í miðjuna. Kennari og börnin segja hátt hvað er á myndunum. Kennarinn hljóðar síðan eitt orðið aðeins með því að hreyfa varirnar (ekkert hljóð heyrist). Börnin lesa orðið af vörum kennarans. Síðan setja þau niður kubb fyrir hvert hljóð, horfa á sig í spegli og mynda hljóðin upphátt með vörunum. Hjálpargögn Kubbar í mismunandi litum. Myndir með tveggja og þriggja hljóða orðum. Speglar. Dæmi um leik Kennarinn: Horfið á munninn á mér og reynið að finna út hvað ég er að segja. Hljóðar eina myndina aðeins með því að hreyfa varirnar, til dæmis: M...ú...s Reynið að finna út hvað ég sagði? Börnin: Giska á orðið: Mús. Kennarinn: Aðstoðar eftir þörfum. Börnin: Hljóða í kór og nota kubba: M... (kubbur) ... ú.. . (kubbur) ... s... (kubbur). Kennarinn: Hljóðar aðra mynd aðeins með því að hreyfa varirnar. 6K

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=