Markviss málörvun

157 6J Hvaða orð er lengst? Leiðbeiningar Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Tvær myndir eru lagðar niður og rætt um af hverju þær eru. Börnin giska á hvort orðanna er lengra. Kennarinn og börnin hjálpast að við að hljóða orðin um leið og kennarinn leggur kubb fyrir hvert hljóð á myndinni. Börnin leggja sína kubba fyrir framan sig um leið og orðin eru hljóðuð upphátt í kór. Talað er um hvort orðið er lengra (hefur fleiri hljóð) sem sést nú greinilega þegar kubbarnir liggja samsíða í röð. Hjálpargögn Nokkrar myndir. Kubbar. Dæmi um leik Kennarinn: Leggur tvær myndir fyrir framan sig og segir hvað sé á þeim: Ís og róla. Börnin: Endurtaka í kór: Ís og róla. Kennarinn: Hvort orðið haldið þið að sé lengra? Börnin: Giska á hvort orðið sé lengra. Kennarinn: Hljóðar ís og leggur kubb fyrir hvert hljóð undir myndina: Í... (kubbur) ... s... (kubbur) .... Börnin: Endurtaka í kór og leggja niður kubb: Í... (kubbur) ... s... (kubbur) .... Kennarinn: Hljóðar r...ó...l...a og setur einn kubb fyrir hvert hljóð undir myndina: R... (kubbur) ... ó... (kubbur) ... l... (kubbur) . .. a... (kubbur) ... Börnin: Endurtaka í kór og leggja niður kubba: R... (kubbur) ... ó... (kubbur) ... l... (kubbur) ... a... (kubbur) ... Kennarinn: Telur kubbana með börnunum. Hvort orðið hefur fleiri kubba? Hvort orðið hefur fleiri hljóð? Hvort orðið er lengra? 6J

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=