Markviss málörvun

155 6H Tröllaævintýri II Leiðbeiningar Hér er endurtekið ævintýrið um tröllið sem talaði svo einkennilega. Börnin sitja í hring. Leikið eins og í 4E, þó er sá munur á að í þetta sinn talar tröllið í hljóðum í stað þess að tala í samstöfum. Til athugunar Fjöldi hljóða í orðunum (gjöfunum) er undir því kominn hversu langt börnin eru komin í leikjunum á undan. Dæmi um leik Kennarinn: Munið þið eftir ævintýrinu um tröllið sem talaði svo einkennilega? Tröllið sem vildi gefa börnunum gjafir? Vitið þið hvað, það talar ekki lengur eins og það gerði. Tröllið hefur nefnilega leikið sér með hljóð og orð hvern einasta dag síðan þið heyrðuð í því síðast. Nú er tröllið orðið duglegt að segja hljóðin í orðunum, alveg eins og þið eruð. Nú skulið þið heyra hvað það segir þegar það vill gefa börnum gjafir. Ef það vill, til dæmis segja að gjöfin sé legó, þá segir það þannig: L...e...g...ó... Börnin: Endurtaka í kór: L...e...g...ó... Kennarinn: Getið þið giskað á hver gjöfin er? Börnin: Giska. Kennarinn: Nú skulum við leika tröllið og börnin. Ég er einkennilega tröllið sem talar í hljóðum og þið reynið að giska á hverjar gjafirnar eru. Ég ætla að gefa þér (nefnir nafn barns) gjöf. Þú færð: L...ú...d...ó... Börnin: Endurtaka í kór: L...ú...d...ó... Barnið: Giskar á: L...ú...d...ó... Það er lúdó. 6H

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=