Markviss málörvun

154 Dæmi um leik Gefandinn: Hljóðar eitt orð, til dæmis: R...ó...l...a.. .. Sjá sem fær gjöfina: Giskar: R...ó...l...a.... það er róla. III Hlutir í kassa Leiðbeiningar Kennarinn notar kassa sem breitt er yfir. Lítill hópur barna situr í hálfhring. Barn tekur hlut upp úr kassanum og hljóðar orðið yfir hann. Börnin endurtaka. Kennarinn er tilbúinn að hjálpa. Hjálpargögn Kassi með hlutum í (tveggja til fjögurra hljóða orð). Dæmi um leik Barn: Tekur hlut upp úr kassanum og hljóðar, til dæmis: S...á...p...a... Börnin: Endurtaka í kór: S...á...p...a... IV Leynimyndin mín Leiðbeiningar Lítill hópur barna situr í hálfhring. Kennarinn leggur leynimynd á gólfið með bakhliðina upp. Kennarinn hljóðar orðið og börnin giska á. Hjálpargögn Nokkrar leynimyndir (orðin valin eftir þyngd, eftir því hversu leikin börnin eru). Dæmi um leik Kennarinn: Hljóðar orðið á myndinni: M...o...l...i... Börnin: Endurtaka í kór: M...o...l...i... Barn: Giskar: Moli. 6G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=