Markviss málörvun

153 6G Tveggja, þriggja og fjögurra hljóða orðaleikir Eftirfarandi leikir eru ætlaðir fyrir lítinn hóp. Þá gefst tækifæri til að vinna vel með hvern einstakling. I Um hvaða mynd er ég að hugsa? Leiðbeiningar Lítill hópur barna situr í hálfhring. Nokkrar myndir (ekki of erfið orð) eru lagðar í miðjuna og snúa upp. Börnin skiptast á að hugsa sér eitt orðanna og leggja það (með kubbum). Eitt af hinum börnunum má giska á hvaða mynd barnið hugsaði sér. Barnið fær myndina sem verðlaun. Hjálpargögn Fjórir kubbar á barn. Um tíu myndir sem hæfa getu barnanna. Dæmi um leik Barn: Hugsar sér eina mynd, hljóðar orðið og setur niður kubb um leið fyrir hvert hljóð: Á...s... Annað barn: Reynir að giska á hver myndin er: Á...s... Það er ás. Myndin er í verðlaun. Barnið sem giskaði á hugsar sér næstu mynd. Endurtakið þar til myndirnar eru búnar. II Að gefa gjöf Fyrirmæli Lítill hópur barna situr í hálfhring. Börnin fá eina – þrjár leynimyndir. Þau eiga nú að gefa öðru barni hlutina á myndunum eina í einu með því að hljóða orðin. Barnið sem fær gjöfina á að giska á hver hún er. Hjálpargögn Ein til þrjár leynimyndir á barn. 6G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=