Markviss málörvun

152 6F Giskað á orð Leiðbeiningar Fjöldi hljóðanna í orðunum er kominn undir því hve langt er komið með hina leikina. Börnin sitja í hring. Kennarinn leggur nokkrar myndir á hvolf í miðjuna. Eitt barnanna velur mynd og leyfir engum að sjá hvað er á henni. Barnið hljóðar síðan orðið fyrir hin börnin og þau reyna að giska á hvað er á myndinni. Hjálpargögn Myndir sem börnin hafa unnið með áður. Dæmi um leik Kennarinn: Bendir á barn. Barnið: Tekur eina mynd. Horfir á myndina, til dæmis rós (enginn annar má sjá myndina). Hljóðar fyrsta hljóðið: R.... Börnin: Endurtaka í kór: R.... Barnið: Hljóðar næsta hljóð: Ó.... Börnin: Endurtaka í kór: Ó.... Barnið: Hljóðar næsta hljóð: S.... Börnin: Endurtaka í kór: S.... Barnið: Bendir á barn sem má svara. Barn: Giskar á: R...ó...s... Börnin: Endurtaka í kór: R...ó...s... Barnið sem giskaði tekur næstu leynimynd. Tilbrigði Síðar þarf ekki að nota myndir. Kennarinn getur hvíslað orði að barni og barnið hljóðar orðið. 6F

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=