Markviss málörvun

151 6E Rímmyndir Leiðbeiningar Kennarinn velur barn (notar til dæmis runu). Leikurinn er sambland af rímleik og hljóðaleik. Börnin sitja í hálfhring. Myndirnar eru lagðar í miðjuna. Leynimyndirnar eru lagðar á hvolf en myndirnar sem ríma við þær snúa upp. Börnin eiga fyrst að ríma og þar næst að hljóða rímorðið. Hjálpargögn Myndir (sjá t.d. Rímmyndasafnið 2U). Myndunum er skipt í tvo bunka. 1. barn: Velur eina leynimynd og segir hvað er á henni, til dæmis: Dós. Skríður til annars barns, sýnir því myndina og segir: Dós. 2. barn: Skríður inn í hringinn og finnur rímmynd, til dæmis. mynd af rós. 1. barn: Stillir sinni mynd upp og hljóðar: D...ó...s.... Börnin: Endurtaka í kór: D...ó...s.... 2. barn: Lyftir sinni mynd upp og hljóðar: R...ó...s.... Börnin: Endurtaka í kór: R...ó...s.... 2. barn: Velur nýja leynimynd o.s.frv. Orðalisti I Orðalisti II öl – möl – söl – böl nál – bál – kál – sál úr – múr – súr – búr hár – sár – tár – klár ís – rís – grís – lýs bíll – fíll – síll – díll hús – lús – mús – krús bók – tók – kók – krók rós – dós – ljós – hrós ból – jól – tól – sól 6E hali – bali pakki – bakki kanna – panna taska – flaska síma – ríma skál – mál róla – hjóla gata – jata klippa – sippa hestur – gestur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=