Markviss málörvun

150 6D Fjögurra hljóða orð Leiðbeiningar Notuð eru þriggja hljóða orð og bætt við því fjórða, annað hvort fremst eða aftast. Eftir nokkurn tíma er farið að vinna með fjögurra hljóða orð. Til dæmis eru búnar til fjögurra hljóða sögur. Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Leikurinn fer fram eins og með tveggja og þriggja hljóða orðin. Hægt er að segja hljóðin, sjá hljóðin, telja hljóðin og þreifa á hljóðunum. Látið börnin til skiptis endurtaka í kór og einstök börn hljóða ein. Gætið þess að öll börnin fái tækifæri til þess að hljóða orðin. Til athugunar Munið eftir leikgleðinni. Hjálpargögn Nokkrar myndir (sjá orðalista). Fjórir kubbar í mismunandi litum handa hverju barni. Eitt bekkjarsett af speglum. Tilbrigði Rím og hljóðun, sjá kafla 6E, Rímmyndir. Orðalisti eyra – keyra apa – gapa æra – læra æla – sæla afi – safi asi – vasi áma – náma una – muna aða – vaða önd – lönd 6D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=