Markviss málörvun

14 Hér á eftir eru settar fram starfsáætlanir sem notaðar eru til að skipuleggja kennsluna. Að sjálfsögðu hljóta þær aðeins að vera til viðmiðunar. Ekki er nauðsynlegt að fara í alla leikina en halda verður réttri þyngdarröð. Námshópar eru misjafnir hvað varðar þroska og hæfni. Þeir hafa einnig misjafna reynslu að baki, til dæmis hafa sumir leikskólar reglulega málörvunarþjálfun og hljóta kennarar að taka mið af því. Starfsáætlanir I og II eru miðaðar við 1. og 2. bekk ef ekki hefur verið unnið með Markvissa málörvun í leikskóla. Starfsáætlun I: Gert er ráð fyrir að unnið sé með leikina í sjö mánuði í 1. bekk. Byrjað er á hlustunar- og rímleikjum. Þegar byrjað er á nýjum flokki skal byrja á fyrstu leikjunum. Eftir það má velja leiki úr flokknum að vild. Starfsáætlun II: Gert er ráð fyrir að unnið sé með leikina í átta vikur í byrjun skólaársins í 2. bekk. Starfsáætlanir III og IV eru fyrir leikskóla og 1. bekk sjá nánar kaflann: Bilið brúað á milli leikskóla og grunnskóla. Þær starfsáætlanir sem fara hér á eftir sýna hvenær byrjað er að vinna með til­ tekna leikjaflokka, hve oft og hve lengi er talið hæfilegt að vinna með þá. Merking með breiðu striki táknar að leikið sé daglega, tvöfalt strik merkir næstum daglega, einföld lína með jöfnu millibili, brotið strik merkir við og við. Sam­ kvæmt þessu útbúa kennarar kennsluáætlun en verða þó alltaf að taka mið af þeim hópi sem þeir eru að kenna hverju sinni. Sumir leikjanna verða vinsælli en aðrir þannig að oftar er farið í þá og verða þá stundum til ýmis skemmtileg afbrigði af þeim. Leikirnir eru miserfiðir en reynslan sýnir að takist kennaranum að gæða þá lífi og gera þá spennandi má fara í nánast hvaða leik sem er innan þess leikjaflokks sem um ræðir. Margir leikjanna hafa orðið til þegar verið var að vinna með viss atriði með börnunum en aðrir eru gamlir og vel þekktir og eiga vel heima í þessu samhengi. Unnið skal með þeim hraða sem hæfir hópnum hverju sinni fremur en að fylgja áætluninni. Börnin endurtaka æfingarnar eftir kennaranum bæði einstaklingslega og í kór. Öll hljóð og orð skulu borin fram með eðlilegum framburði. Leikið skal í um 20 mínútur á dag með áherslu á leikgleði og virkni barnanna. Aftast í handbókinni er hópkönnun og eyðublöð fyrir námsmat. Könnunina mætti leggja fyrir 1. bekk að vori og/eða 2. bekk að hausti (sjá bls. 167). Vikuáætlanir fyrir 1. og 2. bekk Aftan við starfsáætlanir I og II er að finna tillögur að kennsluáætlun fyrir þrjár fyrstu vikurnar og eina viku í upphafi 5. mánaðar miðað við starfsáætlun I og fyrir fjórar fyrstu vikurnar miðað við starfsáætlun II. UM STARFSÁÆTLANIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=