Markviss málörvun

148 6C Þriggja hljóða orð Leiðbeiningar Í byrjun er hægt að vinna með tveggja hljóða orð og bæta við nýju hljóði fremst eða aftast. Eftir nokkurn tíma er hægt að fara að vinna með þriggja hljóða orð. Búið til dæmis til sögur með þriggja hljóða orðum. Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Kennarinn segir að orð geti verið sett saman úr fleiri en tveimur hljóðum og setur kubb fyrir framan kubb­ ana tvo (annar litur). Leikurinn fer fram eins og með tveggja hljóða orðin. Hægt er að segja hljóðin, sjá hljóðin, telja hljóðin og finna hljóðin (þreifa). Látið börnin til skiptis endurtaka í kór og einstök börn hljóða ein. Gætið þess að öll börnin fái tækifæri til þess að hljóða orðin. Hjálpargögn Þrír kubbar í mismunandi litum fyrir hvert barn. Eitt bekkjarsett af speglum. Myndir af tveggja og þriggja hljóða orðum (sjá orðalista). Dæmi um leik Kennarinn: Lætur hvert barn hafa þrjá kubba með mismunandi lit og leggur nokkrar myndir af tveggja hljóða orðum fyrir framan sig (bakhliðin upp). Barn: Dregur mynd og segir hvað er á henni, til dæmis: Á … s … Leggur myndina á í miðjan hringinn. Kennarinn: Hlustið á, hvað eru mörg hljóð í ás? Segir orðið og leggur niður kubba. Á … (leggur niður kubb) s … (leggur niður kubb). Börnin: Endurtaka í kór: Á … (leggja niður kubb) s … (leggja niður kubb). Kennarinn: Hvað eru mörg hljóð í ás? Á … (bendir) s … (bendir). Börnin: Endurtaka í kór: Á … (benda) s … (benda). Telja kubbana. Það eru tvö hljóð. Kennarinn: Segir að orð geta haft fleiri en tvö hljóð. Tekur þriðja kubbinn og segir: Þessi kubbur heitir l...... Börnin: Taka þriðja kubbinn sinn og endurtaka hátt: L...... 6C

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=