Markviss málörvun

147 Börnin: Endurtaka í kór og leggja niður kubbana: Á... (leggja niður kubb) s... (leggja niður kubb). Kennarinn: Hjálpar eins og þarf: Áááá... (bendir) sss (bendir). Börnin: Endurtaka og benda: Á... (benda) s... (benda). (Gjarnan nokkrum sinnum). Barn: Reynir að hljóða og benda (eitt). Á... (bendir) s... (bendir). Kennarinn: Hjálpar eftir þörfum. Lætur fleiri börn reyna að hljóða og benda. (Eitt og eitt í einu). Horfið á munninn á mér þegar ég segi ás hægt. Á... (bendir á munninn) s... (bendir). Athugið hversu oft munnurinn á mér hreyfist. Á... (bendir á munninn) s... (bendir). Hversu mörg hljóð eru í á…s? Horfið í spegilinn um leið og þið segið: Á... (bendir á munninn) s... (bendir). Börnin: Horfa í spegil og endurtaka: Á...s... Kennarinn: Hversu oft breyttist munnurinn (talstaðan)? Hvað eru þá mörg hljóð í ás? Nú loka ég augunum og þreifa á munninum á meðan ég segi ás hægt. Á... (þreifar) s... (þreifar). Börnin: Loka augunum, þreifa á munninum og segja: Á... (þreifa) s... (þreifa). Kennarinn: Hvað breyttist munnurinn oft? Hvað eru þá mörg hljóð í ás? Biður barn að horfa á annað barn sem segir ás hægt. Á... sss... Hvað breyttist munnurinn oft? Hvað eru þá mörg hljóð í ás? Endurtakið leikinn með annarri mynd. Tilbrigði Seinna geta börnin sjálf fundið tveggja hljóða orð, í byrjun með hjálp mynda, seinna án þeirra. Orðalisti ís ás öl ær tá te ár ör öl úr fé ós ól il ál 6B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=