Markviss málörvun

146 6B Tveggja hljóða orðaleikur Leiðbeiningar Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Kennarinn er með mynd af tveggja hljóða orði og sýnir börnunum að í orðinu eru tvö hljóð með því að hljóða orðið og leggja einn kubb niður fyrir hvort hljóð (mismunandi litur á kubbunum). Börnin endurtaka hljóðin um leið og þau leggja niður kubbana sína fyrir framan sig. Látið hvert barn hljóða orðið og hin endurtaka í kór á eftir. Sjáið um að öll börnin fái tækifæri til þess að hljóða orðið. Hljóðin eru gerð áþreifanleg eins og segir í 6. kafla, Til athugunar. Leikið með orðið, rannsakið það á eins margvíslegan hátt og mögulegt er. Orðið er sagt og það er hljóðað, kubbarnir taldir, horft í spegil, þreifað á munn­ inum og skoðað hvernig talstaðan breytist við hvert hljóð o.s.frv. Æskilegt er að æfa tveggja hljóða orð að minnsta kosti í viku, bæði sundur­ greiningu og samtengingu. Munið eftir leikgleðinni. Hjálpargögn Tveir kubbar fyrir hvert barn í mismunandi litum. – Myndir af tveggja hljóða orðum. – Eitt bekkjarsett af speglum. – Orðalisti hér á eftir. Dæmi um leik Kennarinn: Lætur hvert barn hafa tvo kubba í mismunandi litum og leggur tvær myndir fyrir framan sig (bakhliðin upp). Barn: Dregur mynd og segir hvað er á henni, til dæmis ás. Leggur myndina á miðjuna. Kennarinn: Nú hlustum við á hversu mörg hljóð eru í ás. Ég segi ás mjög hægt. Hlustið vel. Endurtekur hægt með stuttri þögn á milli hljóðanna: Á......s..... Börnin: Endurtaka í kór: Á...s. Kennarinn: Segið orðið aftur og leggið um leið einn kubb fyrir hvert hljóð. Á... (leggur niður kubb) s... (leggur niður kubb). Hvað eru mörg hljóð í á...s? Það er rétt, þau eru tvö. Við getum talið hljóðin (bendir og telur kubbana). Telur kubbana. Nú reynum við saman að leggja niður kubbana og segjum mjög hægt: Á... (leggur niður kubb) s... (leggur niður kubb). 6B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=